Hvað er Arctic Challenge?

Í Arctic Challenge eru fagmenn úr matreiðslu, framreiðslu og kjötiðn.

Arctic Challenge eru samtök sem stuðla að uppbyggingu, fræðslu og ástríðu fagfólks og veitingafólks almennt með fyrirlestrum, keppnum, bransahittingum og öðru slíku.

Við viljum koma okkar fagfólki á norður og austurlandi á framfæri í sinni grein og stuðla að uppbyggingu fagsins okkar og auka samheldni.

Upphafið

Í nóvember 2021 hafði allt sem tengdist félagslífi í veitingageiranum legið niðri sökum heimsfaraldurs og fólk orðið vel þreytt. Það var þá sem að Árni Þór yfirmatreiðslumaður og Alexander Magnússon veitingastjóri á Strikinu fengu þá hugmynd að halda lauflétta keppni í matreiðslu og kokteilum í janúar 2022.
Hugmyndin átti aðallega að pússa bransann aðeins saman.

Viðburðurinn sem átti að vera lítill og látlaus fékk talsverðan meðbyr eftir að hann fór að spyrjast út og var því sett saman stjórn til að halda utan um viðburðinn. Fengnir voru styrkir héðan og þaðan ásamt tveimur veglegum peningastyrkjum sem gerðu það að verkum að keppnin gat orðið talsvert flottari og veglegri en gert var ráð fyrir.

Viðtökur og áhugi urðu talsvert meiri en gert var ráð fyrir og var því fljótt augljóst að slíkur viðburður væri eitthvað sem veitingabransanum þyrsti í til að efla hugvit og ástríðu veitingamanna, þétta og viðhalda félagslífi geirans.

Og þar með var boltinn byrjaður að rúlla.

Styrktaraðilar

Formaður
Árni Þór Árnason - Matreiðslumeistari

Yfirmatreiðslumaður Rub23 og K6 veitinga

arni@arcticchallenge.is

Framkvæmdastjóri
Alexander Magnússon - Framreiðslumeistari

Veitingastjóri Striksins Restaurant

alexander@arcticchallenge.is

Varaformaður
Rúnar Ingi Guðjónsson - Kjötiðnaðarmeistari

Gæðafulltrúi Kjarnafæðis og eigandi Fráviks

runar@arcticchallenge.is

Stjórn Arctic Challenge