Arctic Mixologist 2022

Arctic Mixologist er barþjóna og kokteilakeppni undir menningarviðburðinum Arctic Challenge sem haldin var í fyrsta skiptið í janúar 2022. Keppnin er til þess að búa til grundvöll fyrir samkeppni sem sameinar ástríðu og fagmennsku veitingageirans á Norðurlandi og þétta hann saman. Arctic Mixologist mun þannig sýna fram á hæfileika og getu einstaklinga í veitinageiranum fyrir norðan og einnig auka samheldni, vinsemd og virðingu veitingaaðila á Norðurlandi.

Engin skilyrði eru um faglærða einstaklinga í keppninni heldur fá vetingastaðir og barir tækifæri til að senda frá sér barþjóna og áhugasama sem vilja taka þátt. Þáttakendur blanda kokteilinn fyrir framan dómnend sem hefur möguleika á eiga í samskiptum við hvern þáttakanda fyrir sig til þess að fá hugmynd um hver hugsunin er bakvið hvern og einn kokteil.

Dæmt er eftir bragði, lykt, útliti, þema keppninnar hverju sinni, vinnubrögðum og hreinlæti

Úrslit Arctic Mixologist 2022

Fyrsta keppni Arctic Challenge var haldin í janúar 2022 á veitingahúsinu Strikið. Þar keppti glæsilegur hópur um titilinn Arctic Mixologist 2022

1.sæti

Unnur Stella Níelsdóttir

Múlaberg Bistro & Bar

2.sæti

Þórkatla Eggerz Tinnudóttir

R5 Bar

3.sæti

Ýmir Valsson

Múlaberg Bistro & Bar

Í dómnefnd Arctic Mixologist 2022 sátu:

Jónína Björg Helgadóttir – eigandi á menningar og veitingastaðnum Majó
Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson – Sommelier/Vínþjónn
Sigmar Örn Ingólfsson – Framreiðslumeistari