Arctic Chef 2023

Arctic Chef er matreiðslukeppni undir menningarviðburðinum Arctic Challenge sem haldin var í annað skiptið í apríl 2023. Keppnin er til þess að búa til grundvöll fyrir samkeppni sem sameinar ástríðu og fagmennsku veitingageirans á Norðurlandi og þétta hann saman. Arctic Chef fram á hæfileika og getu einstaklinga í veitingageiranum fyrir norðan og einnig auka samheldni, vinsemd og virðingu veitingaaðila á Norðurlandi.

Keppnin var haldin í annað sinn í ár í Verkmenntaskólanum á Akureyri með breyttu sniði, en keppt var undir mystery basket fyrirkomulaginu þar sem er mjög oft notast við í keppnismatreiðslu. Keppendur fá að vita hvaða hráefni er í boði með mjög stuttum fyrirvara. Keppendur fá allir lista og/eða „körfu“ þar sem þeir sjá allt það hráefni sem þeim ber skylda að nota. Í þetta skiptið var það t.d hörpuskel, rauðspretta, lambahryggur, lambaskanki og valrhona súkkulaði. En einnig fá keppendur líka ákveðið magn af t.d rjóma, smjöri, kartöflum og öðru slíku. Þarna reynir á færni keppanda til að ákveða mjög stuttum fyrirvara hvað hann vill gera. Á keppnisdegi skilar keppandi möppu með matseðli og getur svo hafið keppni.

Við fengum örlítið twist á þetta en Ekran sem er okkar helsti bakhjarl ásamt Globus bauð keppendum til sín niðrí Ekru strax í kjölfarið. Þar var úrval af grænmeti og súkkulaði sem keppendur gátu valið úr. Bæði er þetta gert til að koma í veg fyrir matarsóun og stuðla að sjálfbærni heldur þurfa keppendur á þessum tímapunkti að vera komnir með einhverja hugmynd af því sem þeir ætla gera.

Úrslit Arctic Chef 2023

Önnur keppni Arctic Challenge var haldin í janúar 2023 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Þar keppti glæsilegur hópur um titilinn Arctic Chef 2023.

1.sæti

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir

Silfra restaurant

2.sæti

Logi Helgason

Strikið Restaurant

Í dómnefnd Arctic Chef 2023 sátu þrír þaulreyndir matreiðslumeistarar:

Kolbrún Hólm Þórleifsdóttir – Yfirkokkur á gistihúsi Egilstaða
Ari Þór Gunnarsson – Fyrrum landliðsmaður í matreiðslu
Aron Gísli Helgason eldhúsdómari – Sigurvegari Arctic Chef árið 2022