Arctic Chef 2022

Arctic Chef er matreiðslukeppni undir menningarviðburðinum Arctic Challenge sem haldin var í fyrsta skiptið í janúar 2022. Keppnin er til þess að búa til grundvöll fyrir samkeppni sem sameinar ástríðu og fagmennsku veitingageirans á Norðurlandi og þétta hann saman.
Arctic Chef mun þannig sýna fram á hæfileika og getu einstaklinga í veitinageiranum fyrir norðan og einnig auka samheldni, vinsemd og virðingu veitingaaðila á Norðurlandi.

Skilyrði keppninnar eru að keppandi verður að vera búinn með sveinspróf eða námssamning.
Keppendur skila af sér köldum og heitum réttum úr fyrirfram ákveðnum hráefnum sem þurfa að endurspegla ákveðið þema í keppninni hverju sinni.
Dæmt er útfrá bragði, áferð, vinnu o.s.frv. og eldhúsdómari dæmir frágang, vinnubrögð o.fl.

Úrslit Arctic Chef 2022

Fyrsta keppni Arctic Challenge var haldin í janúar 2022 á veitingahúsinu Strikið. Þar keppti glæsilegur hópur um titilinn Arctic Chef 2022.

1.sæti

Aron Gísli Helgason

Brút Restaurant

2.sæti

Jón Birgir Tómasson

Múlaberg Bistro & Bar

3.sæti

Guðmundur Sverrisson

Múlaberg Bistro & Bar

Í dómnefnd Arctic Chef 2022 sátu fjórir þaulreyndir matreiðslumeistarar:

Haraldur Már Pétursson – eigandi á Salatsjoppunni
Haukur Gröndal – Forstöðumaður eldhúsinu á SAK
Snæbjörn Kristjánsson – forstöðumaður eldhúsinu á Hrafnagili
Kristinn Frímann Jakobsson – eldhúsdómari